Flýtiritun
1 Kveikt eða slökkt er á flýtirituninni
með því að ýta tvisvar snöggt á #-
takkann. Þá er kveikt eða slökkt á
Textaritun 25
© 2010 Nokia. Öll réttindi áskilin.
flýtiritun í öllum ritlum tækisins.
gefur til kynna að kveikt sé á
flýtiritun.
2 Ýttu á takkana 2-9 til að slá inn orðið
sem þú vilt. Ýttu einu sinni á takka
fyrir hvern staf.
3 Þegar þú klárar að skrifa orðið og það
er rétt skaltu staðfesta það með því að
fletta til hægri eða ýta á 0 til að setja
inn bil.
Ef orðið er ekki rétt skaltu ýta
endurtekið á * til að skoða
samsvarandi orð í orðabókinni.
Ef greinarmerkið ? birtist aftan við
orðið er orðið sem þú vilt slá inn ekki
að finna í orðabókinni. Orði er bætt
inn í orðabókina með því að velja
Stafa
, slá inn orðið á venjulegan hátt
(allt að 32 stafir) og velja síðan
Í lagi
.
Þá er orðinu bætt inn í orðabókina.
Þegar orðabókin er full er elsta
viðbætta orðinu skipt út fyrir það
nýjasta.
Sláðu inn fyrri hluta samsetts orðs og
staðfestu það með því að fletta til hægri.
Sláðu inn seinni hluta orðsins. Ýttu á 0 til
að klára samsetta orðið og bæta við bili.