
Vertu í sambandi við vini þína á netinu
Hægt er að samstilla upplýsingar um
tengiliði á tækinu við tengiliði á
félagsneti. Þegar samstilling er leyfð er
hægt að sjá notandalýsingu tengiliða, svo
sem mynd af þeim ásamt uppfærslu á
stöðu, í tengiliðaforritinu í tækinu.
Það er sérþjónusta sem sér um að
samstilla tengiliði og sækja uppfærslu á
stöðu. Reiki og gagnaflutningsgjöld
kunna að vera innheimt. Ef félagsnetið er
ekki tiltækt eða virkar ekki sem skyldi er
ekki víst að hægt sé að samstilla eða sækja
uppfærslur á stöðu.
Þegar hefja skal samstillingu tengiliða er
farið í stillingar félagsnetsforritsins í
tækinu, valinn aðgangsstaður og tíðni
sjálfvirkrar samstillingar valin.
Til rjúfa tenginguna milli tengiliða og
félagsnetsins er farið í stillingar
félagsnetsforritsins í tækinu og reiturinn
sem gerir hana virka hreinsaður.
Ekki er víst að þessi aðgerð sé í boði alls
staðar.