
Lykilorð
Veldu >
Stillingar
>
Stillingar
.
Hægt er að velja hvernig síminn notar
aðgangsnúmer og öryggisstillingar í
Almennar
>
Öryggi
>
Sími og SIM-
kort
.
•
PIN-númerið (UPIN) sem fylgir með
SIM-kortinu (USIM) kemur í veg fyrir að
SIM-kortið sé notað í leyfisleysi.
•
PIN2-númerið (UPIN2-númerið), sem
fylgir sumum SIM-kortum (USIM-
kortum), er nauðsynlegt til að hafa
aðgang að tiltekinni þjónustu.
•
PUK- (UPUK-) og PUK2-númer (UPUK2-
númer) kunna að fylgja SIM-kortinu
(USIM-kortinu). Ef þú slærð inn rangt
PIN-númer þrisvar sinnum í röð ertu
beðinn um PUK-númerið. Hafa skal
samband við þjónustuveituna ef þessi
númer fylgja ekki með símanum.
•
Öryggisnúmerið hindrar að síminn sé
notaður í leyfisleysi. Þú getur búið til
og breytt númerinu og stillt símann á
að biðja um númerið. Haltu númerinu
leyndu og á öruggum stað fjarri
símanum. Ef þú gleymir númerinu og
síminn er læstur mun síminn þarfnast
viðgerðar og því getur fylgt
aukakostnaður. Þjónustuveitan gefur
nánari upplýsingar.
•
Þegar útilokunarþjónusta er notuð til
að takmarka símtöl í og úr símanum
(sérþjónusta) er lykilorðs útilokunar
krafist.