Raddstýrð hringing
Hringdu með því að segja það nafn sem er
vistað í tengiliðalistanum.
Til athugunar: Notkun raddmerkja getur
verið erfið í hávaðasömu umhverfi eða í
neyðartilvikum, því ætti ekki að treysta
eingöngu á raddstýrt val við allar
aðstæður.
1 Haltu hægri valtakkanum inni á
heimaskjánum.Stutt hljóðmerki
heyrist og textinn
Tala nú
birtist.
2 Segðu nafn tengiliðarins sem þú ætlar
að hringja í. Ef raddskipunin tekst
birtist listi með þeim færslum sem
hugsanlega passa við hana. Síminn
spilar raddskipun þeirrar færslu sem
er efst á listanum. Ef það er ekki rétta
skipunin skaltu fletta að annarri
færslu.